Lilja er sáttamiðlari og stofnandi Sáttaleiðarinnar. Hún er lögfræðingur að mennt og sérhæfði sig í lausn deilumála við University of Missouri (LL.M. in Dispute Resolution). Hún er jafnframt formaður Sáttar, félags um sáttamiðlun.

Ágreiningur um völd

Í þessum pistli verða teknir fyrir síðastu tveir flokkarnir á tegundum ágreinings innan hópa: Ágreiningur um völd innan hópa og persónulegir árekstrar Eitt af því sem einkennir hópa og samsetningu þeirra er ólík aðstaða milli meðlima, svo sem staða innan hópsins, virðing og vald. Þegar hópur vinnur að því að samræma verkefni meðlimanna eru einhverjir…

Ágreiningur um auðlindir

Síðasti pistill fjallaði um fyrstu tegund ágreinings innan hópa: Samkeppni eða samvinnu.  Við höldum áfram að varpa ljósi á mismunandi tegundir ágreinings innan hópa og næsta málefni er eitthvað sem allir kannast við: Ágreiningur um auðlindir Ágreiningur af þessu tagi rís innan hópa þegar að eigin hagsmunir eru settir ofar hagsmunum hópsins, og hópurinn bregst…

Námskeið hjá Opna háskólanum

Dagana 13. og 15. mars næstkomandi mun ég vera með námskeið í Átakastjórnun fyrir stjórnendur sem kennt verður hjá Opna háskólanum. Ágreiningur og átök er eitthvað sem við viljum helst forðast og getur verið eitt það erfiðasta í starfi stjórnanda. En ef við grípum ekki rétt í taumana getur ágreiningur stigmagnast og neikvæðar afleiðingar deilunnar…

Samskiptaleiðin sem gerir ágreining erfiðari

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld og með tækniframförum síðustu áratugi hafa opnast nýjar samskiptaleiðir sem ekki voru áður mögulegar. Ein af byltingunum er að sjálfsögðu tölvupósturinn, sem er skjótvirk leið til að senda skilaboð og upplýsingar á milli manna, og hefur notkun tölvupósts stóraukist og er hjá mörgum stór hluti af þeirra starfsumhverfi. En hversu…

24 leiðir til lausna á árinu 2018

Ég setti mér áramótaheit að vera duglegri að skrifa pistla um uppáhalds efnið mitt: samskipti og leiðir til þess að koma í veg fyrir ágreiningsmál. Pistlarnir verða skrifaðir undir þemanu Leiðir til lausna og munu birtast annan hvern miðvikudag út árið. Þessi áform hafa lengi blundað í mér en af einhverjum ástæðum þá hef ég ekki…

Áhrif alhæfinga í ágreiningi

Alhæfingar eru algjört eitur þegar kemur að ágreiningi, en vandamálið er að oft alhæfum við án þess að gera okkur grein fyrir því og áhrifum þess á viðmælanda okkar. Alhæfingar einkennast af „allt-eða-ekkert“ viðhorfi og valkostir eru settir fram sem annaðhvort – eða. Þetta geta verið setningar eins og „Hún svarar mér aldrei“ eða „Hann…