Lilja Bjarnardóttir

Sáttamiðlari & Lögfræðingur LL.M

Lilja er afkastamikil, nákvæm og ákveðin ung kona sem stofnaði Sáttaleiðina þegar hún var aðeins 28 ára gömul. Hér fyrir neðan má sjá tímalínu starfsferils hennar og menntunar en áhugamál Lilju eru meðal annars söngur, góðar bækur og piparkökubakstur, en hún hefur tvisvar tekið þátt í piparkökuhúsaleik Kötlu og í bæði skiptin lent í verðlaunasæti í fullorðinsflokki.

Starfsferill

 • Sáttaleiðin ehf.

  Sérfræðingur í lausn deilumála

  Stofnandi og framkvæmdastjóri Sáttaleiðinnar frá júlí 2015.

 • Endurmenntun Háskóla Íslands

  Haustönn 2017
  Kenndi samningatækni í löggildingarnámi Fasteigna- og skipasala hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

 • Háskólinn í Reykjavík

  Haustönn 2017
  Stundakennari við lagadeild HR. Kenndi Dispute Resolution, valfag í meistaranámi lagadeildar.

 • Formaður Sáttar, félag um sáttamiðlun á Íslandi

  Tók við sem formaður Sáttar í apríl 2016

 • Háskólinn á Bifröst

  Sumarönn 2017
  Kenndi sáttamiðlun sem hluta af Diplómanámi í samningatækni og sáttamiðlun við Háskólann á Bifröst. Námskeiðið var einnig í boði sem valfag í ML-námi í viðskiptalögfræði.

 • Háskóli Íslands

  Vorönn 2016
  Aðstoðarkennari í sáttamiðlun í meistaranámi viðskiptafræðideildar HÍ.

 • Dale Carnegie

  September 2015
  Aðstoðarmaður þjálfara á Dale Carnegie 3 daga námskeiði

 • Sáttamiðlari

  Sáttamiðlun í einkamálum, námskeið 23.-25. mars 2015, Kansas City, MO.
  Lauk viðurkenndri þjálfun til að starfa sem sáttamiðlari í Missouri-fylki (Missouri Supreme Court Rule 17, Mediation Training for Civil Cases).

 • University of Missouri – School of Law

  LL.M. in Dispute Resolution, 2014-2015
  Um er að ræða meistaragráðu í lögfræði sem byggir upp sérhæfingu í lausn deilumála. Lagadeildin við University of Missouri var sú fyrsta í Bandaríkjunum til þess að bjóða upp á gráðu á þessu sérsviði og er ein sú virtasta í heiminum í dag á sviði Dispute Resolution.

 • Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf.

  Gæðastjóri, 2013-2014
  Yfirumsjón með innleiðingu gæðakerfis til ISO 9001:2008 vottunar.

 • Slitastjórn Askar Capital hf.

  Lögmaður, 2013
  Starfaði hjá Forum lögmönnum við störf fyrir slitastjórn Askar Capital hf.

 • LEX lögmannsstofa ehf.

  Fulltrúi, 2011-2012
  Helstu verkefni á samkeppnisréttarsviði, banka- og fjármálasviði.

 • Lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík

  Meistaranám í lögfræði, 2009-2011
  ML-gráða í lögfræði. Lokaritgerð á sviði samkeppnisréttar: “Skilyrði í samrunamálum og önnur úrræði til verndar virkri samkeppni.”

 • Lex lögmannsstofa ehf.

  Laganemi, sumar 2010
  Margvísleg verkefni fyrir lögmenn stofunnar, m.a. á sviði eignaréttar, samkeppnisréttar og vinnuréttar.

 • Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot

  Tók þátt í Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot fyrir hönd Háskólans í Reykjavík skólaárið 2009-2010. Willem C. Vis málflutningskeppnin er alþjóðleg málflutningskeppni á sviði gerðardómsréttar og alþjóðlegra lausafjárkaupa.

 • Vörður tryggingar hf.

  Aðstoðarmaður lögfræðings á tjónasviði, sumar 2009
  Aðstoð við lögfræðileg álitaefni og almenn afgreiðsla á tjónasviði.

 • Lauk grunnnámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík

  BA-gráða í lögfræði, 2006-2009

 • Varaformaður Lögréttu

  Varaformaður Lögréttu, félag laganema í Háskólanum í Reykjavík skólaárið 2008-2009

 • Trúnaðarmaður laganema

  Trúnaðarmaður 1. og 2. árs laganema Háskólans í Reykjavík frá 2006-2008

 • Verzlunarskóli Íslands

  Útskrifaðist með stúdentspróf af hagfræðibraut árið 2006 með 9,3 í lokaeinkunn.

Meðmæli

Ég hafði samband við Sáttaleiðina, þar sem ég vildi fá yfirferð á samningum hjá mínu fyrirtæki. Ávinningurinn var að nú hef ég heildstæða og skýra samninga, með eðlilegum viðmiðum fyrir alla málsaðila. Lilja var fagleg og tók verkefnin föstum tökum, en á sama tíma létt og skilningsrík og veitti persónulega þjónustu, þar sem virkilega var reynt að koma til móts við allar þarfir og greiða úr flækjum. Það kom líka skemmtilega á óvart hve vel Lilja fylgdi málinu eftir, alveg mörgum mánuðum seinna! Ég mæli hiklaust með Sáttaleiðinni fyrir þá sem vilja endurskoða samninga hjá sér.
Eygló Egilsdóttir
Eigandi Jakkafatajóga
Sáttamiðlun á mikið erindi inn á vinnustaði og gott að geta nýtt verkfæri sáttamiðlunar þegar kemur að starfsmannamálum. Eftir að hafa setið fyrirlestur um sáttamiðlun á vinnustöðum hjá Lilju hef ég tvisvar nýtt mér aðferðafræðina við að leysa deilumál á mínum vinnustað með góðum árangri.
Sigurbjörg Sverrisdóttir
Forstöðumaður hjá Ás styrktarfélagi
Við hjá Kírópraktorstöðinni vorum mjög ánægð með námskeiðið Jákvæð samskipti á vinnustað. Þetta var akkúrat sem við þurftum til að þétta mannskapinn saman og fá alla til að vera með. Við vorum öll sammála um að fá að taka virkan þátt var gagnlegt og skemmtilegt og uppsetning á námskeiðinu var mjög góð. Lilja stóð sig æðislega vel sem fyrirlesari, vel til höfð, brosmild og með góða útgeislun. Hún fær okkar bestu meðmæli. Takk fyrir okkur, Starfsfólk Kírópraktorstöðvarinnar
Kírópraktorstöðin
Lilja kom til Orkusölunnar og hélt mjög áhugaverða kynningu um sáttamiðlun á vinnustöðum og fjallaði m.a. um fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að koma í veg fyrir deilumál. Ég hef ávallt verið sannfærður um mikilvægi þess að grípa inn í ágreining sem fyrst og mæli eindregið með ráðgjöf Sáttaleiðarinnar í þeim efnum.
Magnús Kristjánsson
Framkvæmdastjóri Orkusölunnar
Ég sótti námskeið í sáttamiðlun hjá Sáttaleiðinni sem var mjög fróðlegt og gott. Námskeiðið veitti mér nýja sýn á lausnir ágreiningsmála minna skjólstæðinga, sem eru félagsmenn nokkurra stéttarfélaga innan BHM. Við löguðum verklag okkar í ágreiningsmálum þannig að nú er ávallt kannaður möguleikinn á því að fá óháðan sáttamiðlara til að aðstoða við að leysa úr ágreiningi.
Andri Valur Ívarsson
Lögmaður BHM
Það er mér sönn ánægja að gefa Lilju Bjarnadóttur, sáttamiðlara mín bestu meðmæli. Hún hefur verið skoðunarmaður hjá Alvör ehf. frá stofnun fyrirtækisins 2009. Hún er skörp í hugsun, fljót að greina aðalatriði frá aukaatriðum, nákvæm og skipulögð. Lilja vinnur vel í hóp, á auðvelt með að taka að sér að leiða verkefni og hefur hæfileika til að láta hvern og einn njóta sín.
Lára Jóhannesdóttir MBA, Ph.D
Eigandi og framkvæmdastjóri hjá Alvör ehf.
Lilja er mjög samviskusöm og þegar hún tekur að sér verkefni eða veitir persónulega aðstoð þá er hún fljót að framkvæma og leysir verkefnin með miklum sóma. Lilja er ljúf í framkomu og samskiptum og nær því vel til fólks. Það er ávallt ánægjulegt að vera í kringum hana enda er hún mjög félagslynd og glaðleg.
Halla Halldórsdóttir, ACC Coach, MPH, RN, RM, Dipl. Ed.
Eigandi og framkvæmdastjóri Heilsuljóssins ehf. (Health Vision)
Lilja er fagmanneskja sem hefur fræðin svo sannarlega á bak við sig. Í samstarfi okkar við Sáttaleiðina kom okkur á óvart hve frumlegar og skemmtilegar leiðir hægt er að fara til að hagnýta aðferðir sáttamiðlunar. Mælum hiklaust með Sáttaleiðinni.
Þorsteinn V. Einarsson
Framkvæmdastjóri Úthópíu ehf.
Scroll to Top