Sáttamiðlun fyrir viðskiptalífið

Sáttaleiðin sérhæfir sig í sáttamiðlun í viðskiptalífinu, en hér má sjá dæmi um málaflokka þar sem nýta má sáttamiðlun til þess að leysa úr ágreinings- og deilumálum. Lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að deilur stigmagnist, t.d. með því að leysa málin áður en þau fara fyrir dómstóla. Þegar sáttamiðlun er notuð við slíkar aðstæður er um að ræða utanréttarsáttir, en ef mál sem hefur verið höfðað fyrir dómstólum fer í sáttamiðlun og er leyst þannig er um að ræða réttarsátt.

Deilur á vinnustað

Deilur á vinnustað geta leitt til minni framleiðni, ógnað hugarró og líðan starfsmanna fyrirtækisins og þeirra sem hlut eiga að máli. Sáttamiðlun í deilum á vinnustað getur verið góð leið til þess að bæta starfsandann og samskiptin á vinnustaðnum. Dæmi um mál innan fyrirtækja þar sem sáttamiðlun hefur verið notuð eru deilur eða ágreiningur milli starfsmanna eða milli yfirmanns og undirmanna; samstarfserfiðleikar á milli deilda innan vinnustaðar (t.d. í kjölfar skipulagsbreytinga) og ef upp koma ásakanir um einelti eða kynferðislega áreitni á vinnustað.

Viðskiptadeilur

Sáttamiðlun í viðskiptadeilum getur komið sér vel þegar fyrirtæki vilja viðhalda viðskiptasambandi sínu. Deilur milli fyrirtækja geta t.d. snúist um meint samningsbrotamál eða skaðabótamál, en oft er hagsmunum beggja betur borgið með því að semja um úrlausn málsins í stað þess að leita til dómstóla. Þannig getur áframhaldandi samstarf verið tryggt, sem er sérstaklega mikilvægt í litlu samfélagi eins og  á Íslandi. Fyrirtæki sem vilja vera leiðandi í friðsamlegri úrlausn ágreiningsmála hafa í auknu mæli gripið til þess að setja inn ákvæði í viðskiptasamninga sína þess efnis að deilumálum skuli vísað til sáttamiðlunar.

Deilur á vinnumarkaði

Samningar á milli aðila á vinnumarkaði hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag. Með því að nýta aðferðarfræði sáttamiðlunar til þess að auka samvinnu á samningstíma mætti leysa málin á fyrri stigum og fækka þá jafnvel þeim ágreiningsmálum sem deilt er um í næstu kjarasamningsviðræðum.

Sáttaleiðin býður upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir aðila vinnumarkaðarins um hvernig má nýta sáttamiðlun til þess að fyrirbyggja að deilur stigmagnist.

Ráðgjöf við lausn deilumála

Sáttaleiðin býður einnig upp á ráðgjöf fyrir þá sem vilja auka færni sína á sviði sáttamiðlunar og ágreiningsstjórnunar, hvort sem það felst í því að taka á einstökum málum eða bæta samskiptafærni sína til þess að koma í veg fyrir ágreiningsmál.

Hafðu samband við Lilju Bjarnadóttur sáttamiðlara ef þú vilt fá nánari upplýsingar um sáttamiðlun eða ráðgjöf í síma 843-0611 eða lilja@sattaleidin.is

 • Ég hafði samband við Sáttaleiðina, þar sem ég vildi fá yfirferð á samningum hjá mínu fyrirtæki. Ávinningurinn var að nú hef ég heildstæða og skýra samninga, með eðlilegum viðmiðum fyrir alla málsaðila. Lilja var fagleg og tók verkefnin föstum tökum, en á sama tíma létt og skilningsrík og veitti persónulega þjónustu, þar sem virkilega var reynt að koma til móts við allar þarfir og greiða úr flækjum. Það kom líka skemmtilega á óvart hve vel Lilja fylgdi málinu eftir, alveg mörgum mánuðum seinna! Ég mæli hiklaust með Sáttaleiðinni fyrir þá sem vilja endurskoða samninga hjá sér.
  Eygló Egilsdóttir
  Eigandi Jakkafatajóga
 • Sáttamiðlun á mikið erindi inn á vinnustaði og gott að geta nýtt verkfæri sáttamiðlunar þegar kemur að starfsmannamálum. Eftir að hafa setið fyrirlestur um sáttamiðlun á vinnustöðum hjá Lilju hef ég tvisvar nýtt mér aðferðafræðina við að leysa deilumál á mínum vinnustað með góðum árangri.

  Sigurbjörg Sverrisdóttir
  Forstöðumaður hjá Ás styrktarfélagi
 • Mér þótti mjög gagnlegt að fá þessa yfirsýn yfir sáttamiðlun, það vakti mig einnig til umhugsunar varðandi það hvað skiptir miklu máli að vera hlutlaus þegar kemur að því að leysa ágreining milli einstaklinga. Á námskeiðinu kom margt fram sem ég mun nýta mér og ég er nú þegar farin að dreifa boðskapnum til minna samstarfsmanna. Lilja kom efninu skýrt frá sér og áhuginn leynir sér ekki

  Hulda Pétursdóttir
  Ljósmóðir - Deildarstjóri í meðgönguvernd á Akureyri
 • Við hjá Kírópraktorstöðinni vorum mjög ánægð með námskeiðið Jákvæð samskipti á vinnustað. Þetta var akkúrat sem við þurftum til að þétta mannskapinn saman og fá alla til að vera með.  Við vorum öll sammála um að fá að taka virkan þátt var gagnlegt og skemmtilegt og uppsetning á námskeiðinu var mjög góð. Lilja stóð sig æðislega vel sem fyrirlesari, vel til höfð, brosmild og með góða útgeislun. Hún fær okkar bestu meðmæli.

  Takk fyrir okkur,

  Starfsfólk Kírópraktorstöðvarinnar

 • Lilja kom til Orkusölunnar og hélt mjög áhugaverða kynningu um sáttamiðlun á vinnustöðum og fjallaði m.a. um fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að koma í veg fyrir deilumál. Ég hef ávallt verið sannfærður um mikilvægi þess að grípa inn í ágreining sem fyrst og mæli eindregið með ráðgjöf Sáttaleiðarinnar í þeim efnum.

  Magnús Kristjánsson
  Framkvæmdastjóri Orkusölunnar
 • Ég sótti námskeið í sáttamiðlun hjá Sáttaleiðinni sem var mjög fróðlegt og gott. Námskeiðið veitti mér nýja sýn á lausnir ágreiningsmála minna skjólstæðinga, sem eru félagsmenn nokkurra stéttarfélaga innan BHM. Við löguðum verklag okkar í ágreiningsmálum þannig að nú er ávallt kannaður möguleikinn á því að fá óháðan sáttamiðlara til að aðstoða við að leysa úr ágreiningi.

  Andri Valur Ívarsson
  Lögmaður BHM
 • Það er mér sönn ánægja að gefa Lilju Bjarnadóttur, sáttamiðlara mín bestu meðmæli. Hún hefur verið skoðunarmaður hjá Alvör ehf. frá stofnun fyrirtækisins 2009. Hún er skörp í hugsun, fljót að greina aðalatriði frá aukaatriðum, nákvæm og skipulögð.

  Lilja vinnur vel í hóp, á auðvelt með að taka að sér að leiða verkefni og hefur hæfileika til að láta hvern og einn njóta sín.

  Lára Jóhannesdóttir MBA, Ph.D
  eigandi og framkvæmdastjóri hjá Alvör ehf.
 • Lilja er mjög samviskusöm og þegar hún tekur að sér verkefni eða veitir persónulega aðstoð þá er hún fljót að framkvæma og leysir verkefnin með miklum sóma.

  Lilja er ljúf í framkomu og samskiptum og nær því vel til fólks. Það er ávallt ánægjulegt að vera í kringum hana enda er hún mjög félagslynd og glaðleg.

  Halla Halldórsdóttir, ACC Coach, MPH, RN, RM, Dipl. Ed.
  eigandi og framkvæmdastjóri Heilsuljóssins ehf. (Health Vision)
 • Lilja er fagmanneskja sem hefur fræðin svo sannarlega á bak við sig. Í samstarfi okkar við Sáttaleiðina kom okkur á óvart hve frumlegar og skemmtilegar leiðir hægt er að fara til að hagnýta aðferðir sáttamiðlunar. Mælum hiklaust með Sáttaleiðinni.

  Þorsteinn V. Einarsson
  Framkvæmdastjóri Úthópíu ehf.