fbpx

Sáttamiðlun skilar árangri

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um áhrif sáttameðferðar í forsjármálum, þar sem fram kemur að síðan sáttameðferð varð skyldubundin í þessum málaflokki hefur dómsmálum um forsjár- og lögheimili fækkað, þar sem foreldrum tekst í auknum mæli að ná samkomulagi og leysa ágreining sinn með samningi sín á milli við sáttameðferð hjá sýslumanni.

Í frétt mbl.is um niðurstöður skýrslunnar kemur einnig fram að ánægja fólks með niðurstöðu mála hafi almennt aukist í kjölfarið. “Þá eru niður­stöðurn­ar einnig sagðar benda til þess að þó for­eldr­um tak­ist ef til vill ekki að ná sátt umöll atriði, þjóni sáttameðferð samt sem áður til­gangi sín­um í um helm­ingi mála þar sem sátta­vott­orð er gefið út. Þá er einnig talið að sáttameðferðin hafi haft áhrif á niður­stöður mál­anna sem rötuðu fyr­ir dóm­stóla, til dæm­is sátta­vilji for­eldra og vilji barns.”

Í lokaorðum skýrslunnar segir svo:

„Það má einnig gera ráð fyr­ir að sáttameðferð auki al­mennt ánægju aðila með niður­stöðu mála og leiði til bættra sam­skipta for­eldra og vit­unda­vakn­ing­ar um mik­il­vægi þeirra til lengri tíma litið”

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Scroll to Top