Getum við hjálpað þér?

 • Þarftu hjálp við að leysa úr erfiðu deilumáli?
 • Vantar þig hlutlausan aðila til þess að koma inn og sætta mál á milli aðila?
 • Viltu læra að koma í veg fyrir ágreiningsmál?
 • Viltu bæta þig í samskiptum og ná þannig meiri árangri?
 • Hefur þú þörf á að láta lesa yfir samninga og hreinsa upp vafaatriði?
 • Gerir þú þér grein fyrir mikilvægi þess að huga að jákvæðum samskiptum?
 • Hefuru áhuga á að fá fræðslu um sáttamiðlun eða samskipti fyrir þitt fyrirtæki?

 

Ef eitthvað af þessu á við um þig þá getum við fundið saman leiðir til lausna!

Eins og við hjálpuðum þeim...

 • Ég hafði samband við Sáttaleiðina, þar sem ég vildi fá yfirferð á samningum hjá mínu fyrirtæki. Ávinningurinn var að nú hef ég heildstæða og skýra samninga, með eðlilegum viðmiðum fyrir alla málsaðila. Lilja var fagleg og tók verkefnin föstum tökum, en á sama tíma létt og skilningsrík og veitti persónulega þjónustu, þar sem virkilega var reynt að koma til móts við allar þarfir og greiða úr flækjum. Það kom líka skemmtilega á óvart hve vel Lilja fylgdi málinu eftir, alveg mörgum mánuðum seinna! Ég mæli hiklaust með Sáttaleiðinni fyrir þá sem vilja endurskoða samninga hjá sér.
  Eygló Egilsdóttir
  Eigandi Jakkafatajóga
 • Sáttamiðlun á mikið erindi inn á vinnustaði og gott að geta nýtt verkfæri sáttamiðlunar þegar kemur að starfsmannamálum. Eftir að hafa setið fyrirlestur um sáttamiðlun á vinnustöðum hjá Lilju hef ég tvisvar nýtt mér aðferðafræðina við að leysa deilumál á mínum vinnustað með góðum árangri.

  Sigurbjörg Sverrisdóttir
  Forstöðumaður hjá Ás styrktarfélagi
 • Heimsóknin frá Lilju og fyrirlesturinn um jákvæð samskipti fór fram úr væntingum okkar og vakti mikinn áhuga og ánægju innan hópsins hjá okkur.

  Kristinn Eiríksson
  Sviðsstjóri Mannvirkjasviðs hjá Lotu ehf.
 • Við hjá Kírópraktorstöðinni vorum mjög ánægð með námskeiðið Jákvæð samskipti á vinnustað. Þetta var akkúrat sem við þurftum til að þétta mannskapinn saman og fá alla til að vera með.  Við vorum öll sammála um að fá að taka virkan þátt var gagnlegt og skemmtilegt og uppsetning á námskeiðinu var mjög góð. Lilja stóð sig æðislega vel sem fyrirlesari, vel til höfð, brosmild og með góða útgeislun. Hún fær okkar bestu meðmæli.

  Takk fyrir okkur,

  Starfsfólk Kírópraktorstöðvarinnar

 • Lilja kom til Orkusölunnar og hélt mjög áhugaverða kynningu um sáttamiðlun á vinnustöðum og fjallaði m.a. um fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að koma í veg fyrir deilumál. Ég hef ávallt verið sannfærður um mikilvægi þess að grípa inn í ágreining sem fyrst og mæli eindregið með ráðgjöf Sáttaleiðarinnar í þeim efnum.

  Magnús Kristjánsson
  Framkvæmdastjóri Orkusölunnar
 • Ég sótti námskeið í sáttamiðlun hjá Sáttaleiðinni sem var mjög fróðlegt og gott. Námskeiðið veitti mér nýja sýn á lausnir ágreiningsmála minna skjólstæðinga, sem eru félagsmenn nokkurra stéttarfélaga innan BHM. Við löguðum verklag okkar í ágreiningsmálum þannig að nú er ávallt kannaður möguleikinn á því að fá óháðan sáttamiðlara til að aðstoða við að leysa úr ágreiningi.

  Andri Valur Ívarsson
  Lögmaður BHM

Hugsjónin á bakvið Sáttaleiðina

Ég kynntist fyrst sáttamiðlun þegar ég var við nám í lausn deilumála við University of Missouri. Þangað hafði ég upprunalega farið til þess að læra samningatækni, sem ég gerði, en það var sáttamiðlun sem ég féll algjörlega fyrir.

Sáttamiðlun hjálpar fólki að leysa ágreiningsmál þannig að báðir aðilar standi uppi sem sigurvegarar. Eftir að ég stofnaði Sáttaleiðina hef ég einnig lært að það er hægt að koma í veg fyrir langflest deilumál með því að bæta samskiptin.

Ég veit að þegar fólk hefur réttu tækin í höndunum er auðveldara að grípa inn í og leysa ágreiningsmál á fyrri stigum, og koma í veg fyrir að þau stigmagnist og verði að erfiðum og leiðinlegum deilum.

Þess vegna leggjum við hjá Sáttaleiðinni áherslu á jákvæð samskipti, leiðir til lausna og árangurs í samskiptum, t.d. með innleiðingu á sáttamiðlun og að kenna fólki aðferðir til að grípa inn í mál á fyrri stigum.

Meðferð persónuupplýsinga hjá Sáttaleiðinni.

Smelltu hér til að lesa persónuverndarstefnu Sáttaleiðarinnar.

Teymið

Lilja Bjarnadóttir

Lilja er framkvæmdastjóri og eigandi Sáttaleiðarinnar ehf.

Smelltu á myndina til þess að kynna þér ferilskrá og sérhæfingu Lilju.

Dagný Rut Haraldsdóttir

Dagný hefur víðtæka reynslu sem sáttamiðlari og hefur verið í samstarfi við Sáttaleiðina frá árinu 2017.

Smelltu á myndina til þess að kynna þér ferilskrá og sérhæfingu Dagnýjar.