Sáttaleiðin hjálpar þér að leysa deilumál og finna leið til lausna

Þjónusta

Þjónusta Sáttaleiðarinnar miðar fyrst og fremst að því að aðstoða fyrirtæki að leysa úr ágreinings- og deilumálum á sem auðveldastan hátt. Lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að deilur stigmagnist, t.d. með því að leysa málin áður en þau fara fyrir dómstóla. Lögð er áhersla á að veita alltaf fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu sem sérsniðin er að þörfum hvers og eins.

Sáttamiðlun

Sáttaleiðin tekur að sér aðstoð við lausn ágreiningsmála með sáttamiðlun á vinnustöðum, í viðskiptadeilum eða öðrum ágreiningsmálum.

Skoða nánar

Ráðgjöf

Sáttaleiðin veitir ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga við lausn deilumála, innleiðingu sáttamiðlunar og annarra fyrirbyggjandi aðgerða í ágreiningsmálum hjá fyrirtækjum og stofnunum. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar.

Hafa samband

Fræðsla

Sáttaleiðin býður uppá úrval fyrirlestra á sviði sáttamiðlunar, um forvarnir ágreiningsmála og bætt samskipti.

Skoða nánar

Sáttaleiðin veitir meðal annars ráðgjöf
í eftirfarandi aðstæðum

  • Ágreiningur eða deilur sem rekja má til hvers konar samskiptaerfiðleika
  • Þegar upp kemur ágreiningur innan fyrirtækja
  • Ágreiningur milli samstarfsaðila
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Yfirvofandi dómsmál

Ráðlegging um næsta skref

Það getur verið erfitt að taka fyrsta skrefið í að leysa ágreiningsmál og deilur sem eru orðnar að áhyggjuefni.

Sáttaleiðin býður uppá frítt 30 mínútna viðtal þar sem farið er yfir möguleika í stöðunni og hvort það hentar fyrir þig að fara Sáttaleiðina. Hafðu samband og við finnum tíma!

Sáttaleiðin stendur fyrir námskeiðum og vinnustofum um:

Samskipti

Samningatækni

Sáttamiðlun

Forvarnir ágreiningsmála