Sáttaleiðin sérhæfir sig í sáttamiðlun í viðskiptalífinu, en hér má sjá dæmi um málaflokka þar sem nýta má sáttamiðlun til þess að leysa úr ágreinings- og deilumálum. Lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að deilur stigmagnist, t.d. með því að leysa málin áður en þau fara fyrir dómstóla.
Þegar sáttamiðlun er notuð við slíkar aðstæður er um að ræða utanréttarsáttir, en ef mál sem hefur verið höfðað fyrir dómstólum fer í sáttamiðlun og er leyst þannig er um að ræða réttarsátt.