fbpx

Sáttamiðlun fyrir
viðskiptalífið

Sáttaleiðin sérhæfir sig í sáttamiðlun í viðskiptalífinu, en hér má sjá dæmi um málaflokka þar sem nýta má sáttamiðlun til þess að leysa úr ágreinings- og deilumálum. Lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að deilur stigmagnist, t.d. með því að leysa málin áður en þau fara fyrir dómstóla. 

Þegar sáttamiðlun er notuð við slíkar aðstæður er um að ræða utanréttarsáttir, en ef mál sem hefur verið höfðað fyrir dómstólum fer í sáttamiðlun og er leyst þannig er um að ræða réttarsátt.

Deilur á vinnustað

Deilur á vinnustað geta leitt til minni framleiðni, ógnað hugarró og líðan starfsmanna fyrirtækisins og þeirra sem hlut eiga að máli. Sáttamiðlun í deilum á vinnustað getur verið góð leið til þess að bæta starfsandann og samskiptin á vinnustaðnum. Dæmi um mál innan fyrirtækja þar sem sáttamiðlun hefur verið notuð eru deilur eða ágreiningur milli starfsmanna eða milli yfirmanns og undirmanna; samstarfserfiðleikar á milli deilda innan vinnustaðar (t.d. í kjölfar skipulagsbreytinga) og ef upp koma ásakanir um einelti eða kynferðislega áreitni á vinnustað.

Viðskiptadeilur

Sáttamiðlun í viðskiptadeilum getur komið sér vel þegar fyrirtæki vilja viðhalda viðskiptasambandi sínu. Deilur milli fyrirtækja geta t.d. snúist um meint samningsbrotamál eða skaðabótamál, en oft er hagsmunum beggja betur borgið með því að semja um úrlausn málsins í stað þess að leita til dómstóla. Þannig getur áframhaldandi samstarf verið tryggt, sem er sérstaklega mikilvægt í litlu samfélagi eins og á Íslandi. Fyrirtæki sem vilja vera leiðandi í friðsamlegri úrlausn ágreiningsmála hafa í auknu mæli gripið til þess að setja inn ákvæði í viðskiptasamninga sína þess efnis að deilumálum skuli vísað til sáttamiðlunar.

Deilur á vinnumarkaði

Samningar á milli aðila á vinnumarkaði hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag. Með því að nýta aðferðarfræði sáttamiðlunar til þess að auka samvinnu á samningstíma mætti leysa málin á fyrri stigum og fækka þá jafnvel þeim ágreiningsmálum sem deilt er um í næstu kjarasamningsviðræðum. Sáttaleiðin býður upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir aðila vinnumarkaðarins um hvernig má nýta sáttamiðlun til þess að fyrirbyggja að deilur stigmagnist.

Ráðgjöf við lausn
deilumála

Sáttaleiðin býður einnig upp á ráðgjöf fyrir þá sem vilja auka færni sína á sviði sáttamiðlunar og ágreiningsstjórnunar, hvort sem það felst í því að taka á einstökum málum eða bæta samskiptafærni sína til þess að koma í veg fyrir ágreiningsmál.

Scroll to Top