Fyrirlestrar og námskeið

Sáttaleiðin býður upp á fræðslu í formi námskeiða og vinnustofa fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. Við sérhæfum okkur í fræðslu á sviði samskipta, samningatækni, sáttamiðlunar og forvarnir og lausnir í ágreiningsmálum. 

 

Bætt samskipti

Góð samskipti við viðskiptavini og milli starfsmanna eru lykilþættir í velgengni fyrirtækja og Sáttaleiðin hefur boðið upp á bæði námskeið um jákvæð samskipti og lausnamiðuð samskipti. Einnig er hægt að fara með hópinn í gegnum vinnustofu þar sem farið er í stefnumótun í samskiptum.

Samningatækni

Samningatækni er eitthvað sem flestir vilja verða betri í. Lausnamiðuð samningatækni miðar að því að finna lausnir þar sem allir geta staðið uppi sem sigurvegarar.

Forvarnir og lausnir í ágreiningsmálum

Forvarnir í ágreiningsmálum felast meðal annars í því að þekkja einkenni ágreinings og geta gripið inn í þegar upp koma ágreiningsmál. Boðið er upp á þjálfun í átakastjórnun, bættri endurgjöf og erfiðum starfsmannasamtölum.

Sáttamiðlun

Boðið er upp á námskeið fyrir þá sem vilja kynna sér sáttamiðlun og vinnustofur fyrir stjórnendur og aðra sem vilja auka færni sína í notkun sáttamiðlunar til þess að leysa ágreinings- og deilumál.

Þar sem engir tveir hópar eru eins þá leggjum við áherslu á að sérsníða efnið til fræðslunnar að þörfum hverju sinni.

Lilja kom til Orkusölunnar og hélt mjög áhugaverða kynningu um sáttamiðlun á vinnustöðum og fjallaði m.a. um fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að koma í veg fyrir deilumál. Ég hef ávallt verið sannfærður um mikilvægi þess að grípa inn í ágreining sem fyrst og mæli eindregið með ráðgjöf Sáttaleiðarinnar í þeim efnum.
Magnús Kristjánsson
Orkusalan
Ég hafði samband við Sáttaleiðina, þar sem ég vildi fá yfirferð á samningum hjá mínu fyrirtæki. Ávinningurinn var að nú hef ég heildstæða og skýra samninga, með eðlilegum viðmiðum fyrir alla málsaðila. Lilja var fagleg og tók verkefnin föstum tökum, en á sama tíma létt og skilningsrík og veitti persónulega þjónustu, þar sem virkilega var reynt að koma til móts við allar þarfir og greiða úr flækjum. Það kom líka skemmtilega á óvart hve vel Lilja fylgdi málinu eftir, alveg mörgum mánuðum seinna! Ég mæli hiklaust með Sáttaleiðinni fyrir þá sem vilja endurskoða samninga hjá sér.
Eygló Egilsdóttir
Eigandi Jakkafatajóga
Sáttamiðlun á mikið erindi inn á vinnustaði og gott að geta nýtt verkfæri sáttamiðlunar þegar kemur að starfsmannamálum. Eftir að hafa setið fyrirlestur um sáttamiðlun á vinnustöðum hjá Lilju hef ég tvisvar nýtt mér aðferðafræðina við að leysa deilumál á mínum vinnustað með góðum árangri.
Sigurbjörg Sverrisdóttir
Forstöðumaður hjá Ás styrktarfélagi
Við hjá Kírópraktorstöðinni vorum mjög ánægð með námskeiðið Jákvæð samskipti á vinnustað. Þetta var akkúrat sem við þurftum til að þétta mannskapinn saman og fá alla til að vera með. Við vorum öll sammála um að fá að taka virkan þátt var gagnlegt og skemmtilegt og uppsetning á námskeiðinu var mjög góð. Lilja stóð sig æðislega vel sem fyrirlesari, vel til höfð, brosmild og með góða útgeislun. Hún fær okkar bestu meðmæli. Takk fyrir okkur, Starfsfólk Kírópraktorstöðvarinnar
Kírópraktorstöðin
Ég sótti námskeið í sáttamiðlun hjá Sáttaleiðinni sem var mjög fróðlegt og gott. Námskeiðið veitti mér nýja sýn á lausnir ágreiningsmála minna skjólstæðinga, sem eru félagsmenn nokkurra stéttarfélaga innan BHM. Við löguðum verklag okkar í ágreiningsmálum þannig að nú er ávallt kannaður möguleikinn á því að fá óháðan sáttamiðlara til að aðstoða við að leysa úr ágreiningi.
Andri Valur Ívarsson
Lögmaður BHM
Það er mér sönn ánægja að gefa Lilju Bjarnadóttur, sáttamiðlara mín bestu meðmæli. Hún hefur verið skoðunarmaður hjá Alvör ehf. frá stofnun fyrirtækisins 2009. Hún er skörp í hugsun, fljót að greina aðalatriði frá aukaatriðum, nákvæm og skipulögð. Lilja vinnur vel í hóp, á auðvelt með að taka að sér að leiða verkefni og hefur hæfileika til að láta hvern og einn njóta sín.
Lára Jóhannesdóttir MBA, Ph.D
Eigandi og framkvæmdastjóri hjá Alvör ehf.
Lilja er mjög samviskusöm og þegar hún tekur að sér verkefni eða veitir persónulega aðstoð þá er hún fljót að framkvæma og leysir verkefnin með miklum sóma. Lilja er ljúf í framkomu og samskiptum og nær því vel til fólks. Það er ávallt ánægjulegt að vera í kringum hana enda er hún mjög félagslynd og glaðleg.
Halla Halldórsdóttir, ACC Coach, MPH, RN, RM, Dipl. Ed.
Eigandi og framkvæmdastjóri Heilsuljóssins ehf. (Health Vision)
Lilja er fagmanneskja sem hefur fræðin svo sannarlega á bak við sig. Í samstarfi okkar við Sáttaleiðina kom okkur á óvart hve frumlegar og skemmtilegar leiðir hægt er að fara til að hagnýta aðferðir sáttamiðlunar. Mælum hiklaust með Sáttaleiðinni.
Þorsteinn V. Einarsson
Framkvæmdastjóri Úthópíu ehf.

Ráðgjöf við lausn
deilumála

Sáttaleiðin býður einnig upp á ráðgjöf fyrir þá sem vilja auka færni sína á sviði sáttamiðlunar og ágreiningsstjórnunar, hvort sem það felst í því að taka á einstökum málum eða bæta samskiptafærni sína til þess að koma í veg fyrir ágreiningsmál.

Scroll to Top