Sáttaleiðin leggur áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. Sáttaleiðin leitast við að takmarka vinnslu persónuupplýsinga eins og hægt er og safnar ekki persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er.
Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum Sáttaleiðarinnar, lýtur lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga („persónuverndarlög“).
Sáttaleiðin gætir þess að sú vinnsla persónuupplýsinga sem Sáttaleiðin hefur með höndum, sem ábyrgðaraðili vinnslu, sé í samræmi við persónuverndarlög.
Hér að neðan er að finna upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í gegnum vef Sáttaleiðarinnar. Hér að neðan er einnig að finna upplýsingar um réttindi þín og hvernig þú getur nýtt þau.