Deilur á milli nágranna, t.d. um lóðamörk, bílastæði, umgengni eða hávaða, geta haft mikil áhrif á heimilislíf fólks. Oft eru málin einnig þess eðlis að aðilar veigra sér að leita til dómstóla vegna kostnaðar sem því fylgir en þurfa samt sem áður að fá úrlausn á málinu. Í slíkum tilvikum getur gagnast vel að fá hlutlausan aðila til þess að stýra umræðum og aðstoða aðila að finna bestu lausnina hverju sinni. Sáttamiðlun hefur þann kost umfram úrskurði eða dómsúrlausn að aðilar fá tækifæri til þess að móta sjálfir úrlausn málsins og eru því líklegri til þess að virða samkomulagið.