Sáttamiðlun fyrir
einstaklinga

Snertifletir sáttamiðlunar í ágreiningi milli einstaklinga eru fjölmargir, en hér eru nokkur dæmi um málaflokka þar sem sáttamiðlun nýtist vel. Hægt er að fara í sáttamiðlun í öllum þeim málaflokkum þar sem aðilar mega semja sjálfir um niðurstöðuna. 

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband og sjá hvort að það hentar fyrir þig að fara Sáttaleiðina.

Skilnaðarmál

Deilur á vinnustað geta leitt til minni framleiðni, ógnað hugarró og líðan starfsmanna fyrirtækisins og þeirra sem hlut eiga að máli. Sáttamiðlun í deilum á vinnustað getur verið góð leið til þess að bæta starfsandann og samskiptin á vinnustaðnum. Dæmi um mál innan fyrirtækja þar sem sáttamiðlun hefur verið notuð eru deilur eða ágreiningur milli starfsmanna eða milli yfirmanns og undirmanna; samstarfserfiðleikar á milli deilda innan vinnustaðar (t.d. í kjölfar skipulagsbreytinga) og ef upp koma ásakanir um einelti eða kynferðislega áreitni á vinnustað.

Erfðamál

Samningar á milli aðila á vinnumarkaði hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag. Með því að nýta aðferðarfræði sáttamiðlunar til þess að auka samvinnu á samningstíma mætti leysa málin á fyrri stigum og fækka þá jafnvel þeim ágreiningsmálum sem deilt er um í næstu kjarasamningsviðræðum. Sáttaleiðin býður upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir aðila vinnumarkaðarins um hvernig má nýta sáttamiðlun til þess að fyrirbyggja að deilur stigmagnist.

Fasteignarmál

Deilur á vinnustað geta leitt til minni framleiðni, ógnað hugarró og líðan starfsmanna fyrirtækisins og þeirra sem hlut eiga að máli. Sáttamiðlun í deilum á vinnustað getur verið góð leið til þess að bæta starfsandann og samskiptin á vinnustaðnum. Dæmi um mál innan fyrirtækja þar sem sáttamiðlun hefur verið notuð eru deilur eða ágreiningur milli starfsmanna eða milli yfirmanns og undirmanna; samstarfserfiðleikar á milli deilda innan vinnustaðar (t.d. í kjölfar skipulagsbreytinga) og ef upp koma ásakanir um einelti eða kynferðislega áreitni á vinnustað.

Erfðamál

Samningar á milli aðila á vinnumarkaði hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag. Með því að nýta aðferðarfræði sáttamiðlunar til þess að auka samvinnu á samningstíma mætti leysa málin á fyrri stigum og fækka þá jafnvel þeim ágreiningsmálum sem deilt er um í næstu kjarasamningsviðræðum. Sáttaleiðin býður upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir aðila vinnumarkaðarins um hvernig má nýta sáttamiðlun til þess að fyrirbyggja að deilur stigmagnist.

Undirbúningur fyrir
sáttamiðlun

Á fyrsta sáttamiðlunarfundi aðila fer sáttamiðlari yfir það hvernig sáttamiðlunarferlið fer fram, hvert hlutverk sitt og aðilanna sé. Farið er yfir siðareglur sáttamiðlara og aðilar skrifa undir samning um sáttamiðlun. Að því loknu er farið í upplýsingaöflun þar sem aðilar segja báðir (eða allir) sína hlið á málinu og þar koma þá fram þau atriði sem að nauðsynlegt er að ræða til þess að ná lausn í deilunni. Hér geta aðilar undirbúið sig með því að hugsa um það áður en mætt er á fundinn hvað er nauðsynlegt að komi fram (með það í huga að sáttamiðlari veit yfirleitt mjög lítið um deiluna fyrir fundinn).

Nokkrar spurning sem er gott að
spurja sig fyrir fundinn.

Hvaða útkomu ert þú að leitast eftir? Hvaða hagsmunir liggja að baki þeirri útkomu fyrir þig (af hverju skiptir þetta þig máli?)

Af hverju vilt þú leysa þetta mál?

Hver er staðan ef ekki tekst að finna lausn á ágreiningnum?

Hvaða spurningar er ég með sem gott væri að fá svör við á sáttamiðlunarfundi?

Ráðgjöf við lausn
deilumála

Sáttaleiðin býður einnig upp á ráðgjöf fyrir þá sem vilja auka færni sína á sviði sáttamiðlunar og ágreiningsstjórnunar, hvort sem það felst í því að taka á einstökum málum eða bæta samskiptafærni sína til þess að koma í veg fyrir ágreiningsmál.

Scroll to Top