fbpx

Notkun sáttamiðlunar til úrlausnar ágreinings og deilumála

Hvað er sáttamiðlun?

Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreiningi, sem aðilar taka sjálfviljugir þátt í, tveir eða fleiri, í trúnaði, og með hjálp óháðs og hlutlauss sáttamiðlara komast sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins.

Hugmyndafræði sáttamiðlunar byggir á því að deiluaðilar eru sérfræðingarnir í sinni deilu og eru því best til fallnir að leysa vandann með hjálp hlutlauss sáttamiðlara.

Kostir sáttamiðlunar

Spara pening og tíma

Sáttamiðlunarferlið er fljótvirkt og getur sparað umtalsverðan tíma í samanburði við mál sem þurfa að bíða úrlausnar dómstóla.

Bætt samskipti

Í sáttamiðlun er lögð áhersla á heiðarleika og opin samskipti. Sáttamiðlari getur veitt aðilum ráðgjöf í því hvernig bæta megi samskiptin í framtíðinni til þess að koma í veg fyrir aðsamskonar ágreiningur endurtaki sig. 

Fókus á aðila málsins

Sáttamiðlun byggir á þeirri hugmyndafræði að aðilar málsins séu best til þess fallnir að leysa málið. Aðilar fá tækifæri til þess að móta lausn málsins og segja sína hlið.

Sveigjanlegt ferli

Sáttamiðlun getur veitt aðilum svigrúm til þess að sníða lausn málsins að sameiginlegum þörfum sínum og hafa þannig möguleika á því að semja um niðurstöðu sem ekki hefði verið möguleg (eða ólíkleg) fyrir dómstólum.

Trúnaður

Sáttamiðlun fer fram í trúnaði milli þeirra sem taka þátt í ferlinu og getur því verið ákjósanleg leið ef ágreiningsefnið er viðkvæmt eða þess eðlis að niðurstaða dómsmáls myndi ekki fullnægja væntingum aðila.

Sambandið varðveitt

Hvort sem um er að ræða viðskiptasamband eða vinnusamband býður sáttamiðlun upp á möguleikann á að leysa ágreining í sameiningu þannig að báðir geti staðið uppi sem sigurvegarar.

Sáttamiðlun fyrir
viðskiptalífið

Kostir sáttamiðlunar gera það að verkum að aðferðafræðin hentar oft mjög vel til þess að grípa inn í mál sem rísa í viðskiptalífinu, hvort sem það er innan vinnustaðar, milli fyrirtækja eða samstarfsaðila, eða aðrar deilur á vinnumarkaði. 

Ekki hika við að hafa samband og fá ráðleggingar sérfræðings um það hvort og hvernig nálgun sáttamiðlara gæti nýst ykkur. 

Sáttamiðlun fyrir
einstaklinga

Snertifletir sáttamiðlunar í ágreiningi milli einstaklinga eru fjölmargir, en hér eru nokkur dæmi um málaflokka þar sem sáttamiðlun nýtist vel.

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband og sjá hvort að það hentar fyrir þig að fara Sáttaleiðina.

Scroll to Top