fbpx

Dokkufundur: Sáttamiðlun á vinnustöðum

Í dag, 15. september 2015, var haldinn fyrirlestur hjá Dokkunni um Sáttamiðlun á vinnustöðum. Fyrirlesari var Elmar Hallgríms Hallgrímsson, formaður Sáttar og lektor við Háskóla Íslands. Mjög góð mæting var á fyrirlesturinn, eða um 30 manns. Var þar fjallað um hvenær og hvernig fyrirtæki og mannauðsstjórar geta nýtt sér hugmyndafræði sáttamiðlunar til þess að leysa úr ágreiningi og koma í veg fyrir að deilur stigmagnist.

Vil ég nýta tækifærið og þakka Dokkunni og Elmari Hallgríms fyrir flottan fyrirlestur sem á mikið erindi til allra þeirra sem reka fyrirtæki og fara með mannaforráð.

– Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Scroll to Top