fbpx

Apple og Samsung samþykkja að fara í sáttamiðlun

Apple og Samsung gáfu út sameiginlega tilkynningu (ADR statement) síðastliðinn mánudag, 28. september 2015, þar sem fram kom að fyrirtækin hafi samþykkt að taka þátt í sáttamiðlun til þess að hjálpa til við að binda endi á langvarandi einkaleyfa deilu þeirra.

Árið 2012 var Samsung sektað um 930 milljónir dollara fyrir brot á einkaleyfum Apple. Málinu var áfrýjað og í maí 2015 komst áfrýjunardómstóllinn að þeirri niðurstöðu að lækka sektina um 382 milljónir. Sektin stendur því nú í 548 milljónum dollara, eða sem nemur um 70 milljörðum íslenskra króna.

Til þess að reyna að binda enda á frekari áfrýjanir og fá úrlausn í málinu hafa Apple og Samsung nú samþykkt að fara í sáttamiðlun með ágreininginn og óskum við þeim alls hins besta.

Fréttina má lesa í heild sinni hér.

apple samsung

Scroll to Top