fbpx

Námskeið: Verkfæri sáttamiðlunar – Forvarnir og lausn ágreinings á vinnustað

Lilja Bjarnadóttir verður leiðbeinandi á BEZTA námskeiði 5. október nk. í samstarfi við Dokkuna.

Allir þurfa á einhverjum tímapunkti að takast á við ágreining og deilur í starfi sínu. Deilur á vinnustað geta verið gífurlega kostnaðarsamar fyrir fyrirtæki og oft fær ágreiningur að stigmagnast allt of lengi vegna óvissu og stefnuleysis um hvernig best er að takast á við deilumálið. Sáttamiðlun er áhrifamikil og einföld leið til þess að leysa ágreinings- og deilumál á vinnustöðum og er námskeiðið byggt upp þannig að þátttakendur verði flínkari í að leysa ágreining áður en hann verður alverlegur og að nýta sér aðferðir sáttamiðlunar á öllum stigum ágreinings.

Á námskeiðinu verður farið yfir öll undirstöðu atriði í sáttamiðlun og hvernig dæmigert ferli sáttamiðlunar fer fram. Fjallað verður um hlutverk sáttamiðlara og hvernig best sé að taka á ágreiningi sem upp kemur á vinnustaðnum.

Helstu þættir námskeiðsins eru:

  • Hvað: Hugmyndafræði sáttamiðlunar og hlutverk sáttamiðlara.
  • Ávinningur: Sparnaður, skilvirkni og bætt andrúmsloft.
  • Verkfæri: Hvað gerir góður sáttamiðlari til að aðstoða við úrlausn deilumála?
  • Innsýn: Skilningur á því hvað veldur helst deilum á vinnustöðum
  • Samskipti: Mikilvægi jákvæðra samskipta á vinnustað til að koma í veg fyrir deilur
  • Forvarnir: Hvernig hægt er að koma í veg fyrir stóran hluta ágreiningsmála.

Skráning fer fram á heimasíðu Dokkunnar.

Scroll to Top