fbpx

Aukavaktir – umbun eða kvöð?

Helstu ágreinings- og deilumál á vinnumarkaði

Dokkufundur 14. október 2016

Í dag var haldinn Dokkufundur um helstu ágreinings- og deilumál á vinnumarkaði og voru framsögumenn Elías G. Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs VR og Guðmundur Freyr Sveinsson, sérfræðingur á kjarasviði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Farið var yfir helstu mál sem koma á borð til þeirra. Hjá VR er helst leitað til kjaramálasviðs vegna upplýsinga um skyldur og réttindi launþega skv. kjarasamningi, túlkun á kjarasamningi og ráðningarsamningum, aðstoð við innheimtu launa eða vegna ágreinings á vinnustað auk lögræðilegrar ráðgjafar. Helstu ástæður þess að félagsmenn leita til Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar vegna réttindamála eru launamál, ráðningarsamningar, vinnutími, veikindaréttur, aðstæður á vinnustað, orlofstaka og samskipti.
Image of business partners handshaking over business objects on workplace
Í frásögum beggja framsögumanna kom m.a. fram hve miklu máli það skiptir að þekkja rétt sinn, og að oft væri hægt að koma í veg fyrir deilumál með því að hafa meira gagnsæi. Það veldur ósætti þegar fólk telur sig hafa ákveðin réttindi sem reynast svo ekki til staðar eða voru byggð á misskilningi.

Ráðlegging dagsins frá Sáttaleiðinni til þess að koma í veg fyrir ágreinings- og deilumál á vinnumarkaði er því að kynna sér vel hvaða réttindi maður á samkvæmt kjarasamningi og ráðningarsamningi og eiga samtalið fyrr en seinna ef eitthvað er óskýrt eðaekki eins og það á að vera. Þegar maður elur á gremju vegna þess að manni finnst ekki rétt að einhverju staðið, eða maður fær ekki það sem maður telur sig eiga skilið, hefur það áhrif á samskipti aðila og verður til stigmögnunar ágreinings.

Annað áhugavert dæmi sem kom upp á fyrirlestrinum var tengt aukavöktum og hve mismunandi það getur verið hvernig fólk upplifir útdeilingu á þeim. Til dæmis getur komið upp að kvartað sé yfir misræmi eða jafnvel einelti yfir því að það sé alltaf sami aðilinn sem “þurfi að taka” aukavaktirnar á meðan yfirmaður getur talið sig vera að gera þeim aðila greiða með því að leyfa honum að “fá” vaktirnar. Slíkan misskilining er auðvelt að uppræta en ekki án þess að tala saman um málið! Í stöðu yfirmannsins er það í rauninni mikilvægast að hafa útdeilingu á aukavöktum eins gagnsæja og hægt er þannig að starfsmenn viti hvernig ákvarðanirnar eru teknar og við hverju þeir geta búist í þeim efnum.

Scroll to Top