fbpx

Sáttamiðlun á vinnustöðum: Námskeið hjá BHM

Í gær hélt Lilja 2 tíma námskeið fyrir félagsmenn BHM um Sáttmiðlun á vinnustöðum. Markmið námskeiðsins var að kynna sáttamiðlun sem aðferð til að leysa ágreining og deilumál, hugmyndafræðinni sem býr að baki þessari aðferð og hlutverki sáttamiðlara. Fjallað var um kosti og galla þess að nýta sáttamiðlun til þess að leysa deilur á vinnumarkaði og vinnustöðum og hvernig þátttakendur geta tileinkað sér frekari færni til þess að miðla sáttum í málum sem þeir koma að.

Sáttaleiðin þakkar góðar viðtökur og það var sérstaklega ánægjulegt að finna hve mikinn áhuga fólk hefur á að fræðast um sáttamiðlun, sem sjá má því að það myndaðist biðlisti á námskeiðið.

Scroll to Top