fbpx

Besta forvörnin í ágreiningsmálum

“Bætt samskipti eru besta forvörnin í ágreiningsmálum”
Lilja Bjarnadóttir
Langflest ágreiningsmál stigmagnast vegna þess að samskipti eru ekki nægilega góð og fólk veit ekki hvernig best er að grípa inní. Algeng afleiðing er sú að fólk forðast það að takast á við ágreiningsmál fyrr en ástandið er orðið óbærilegt. Góðu fréttirnar eru að með því að leggja áherslu á bætt samskipti og skilgreina inngripspunkta við vissar aðstæður er hægt er að koma í veg fyrir stóran hluta ágreiningsmála. Hér er aðalatriðið að hugsa fram í tímann og fyrirbyggja það sem oftast fer úrskeiðis. Aukin meðvitund um mikilvægi jákvæðra samskipta gegnir þar lykilhlutverki.
  
Mörg fyrirtæki hafa skilgreint samskiptaferla sína þegar kemur að viðskiptavinum en oft gegnir öðru máli þegar kemur að samskiptum innan fyrirtækisins. Þau samskipti eru samt sem áður ekki síður mikilvæg og því nauðsynlegt að hlúa vel að þeim. Námskeiðið jákvæð samskipti á vinnustað miðar að því að bæta samskipti á vinnustað og auka jákvæðni og hjálpa til við að byggja upp betri liðsheild og minnka líkurnar á því að það verði misskilningur eða ágreiningur í kjölfar samskiptaleysis.
Jákvæð samskipti hjá Kírópraktorstöðinni
Image
“Við hjá Kírópraktorstöðinni vorum mjög ánægð með námskeiðið Jákvæð samskipti á vinnustað. Þetta var akkúrat sem við þurftum til að þétta mannskapinn saman og fá alla til að vera með.  Við vorum öll sammála um að fá að taka virkan þátt var gagnlegt og skemmtilegt og uppsetning á námskeiðinu var mjög góð. Lilja stóð sig æðislega vel sem fyrirlesari, vel til höfð, brosmild og með góða útgeislun. 
Hún fær okkar bestu meðmæli.
Takk fyrir okkur.”

Starfsfólk Kírópraktorstöðvarinnar
Að lokum minni ég á að nú eru síðustu forvör að tryggja sér 30% afslátt af námskeiðum og vinnustofum – tilboðið gildir út nóvember! Kynntu þér úrval námskeiða hér.
Förum ekki inn í aðventuna og jólahátíðina í ósætti – leitum leiða til lausna!
Sáttakveðjur
Lilja
Scroll to Top