fbpx

Frétt: Ekki eiga öll mál heima í dómskerfinu

Morgunblaðið birti í gær viðtal við Lilju Bjarnadóttur, formann Sáttar:

“Sáttamiðlar­ar eru ung stétt á Íslandi en hún fer þó stækk­andi. Enn sem komið er hef­ur verið lítið um að fólk sé í fullu starfi hér á landi sem sáttamiðlar­ar, flest­ir sinna því í hluta­starfi. Sáttamiðlun er því frek­ar nýtil­komið fyr­ir­bæri á Íslandi og ekki langt síðan boðið var upp á slíkt nám í há­skól­um hér.“

Þetta seg­ir Lilja Bjarna­dótt­ir lög­fræðing­ur sem fór til Banda­ríkj­anna að loknu laga­námi hér heima og lærði þar lausn deilu­mála með áherslu á sáttamiðlun, en hún er formaður Sátt­ar, fé­lags um sáttamiðlun.

„Há­skól­inn í Mis­souri, þar sem ég var í nám­inu, er meðal þeirra fremstu í heim­in­um í sáttamiðlun og þegar ég kom heim ætlaði ég að sigra Ísland með sáttamiðlun. En ég rakst á þónokkra veggi og komst fljótt að því að marg­ir vissu í raun lítið um hvað sáttamiðlun væri. Sátt, fé­lag um sáttamiðlun, var stofnað árið 2005 og hef­ur meðvit­und um úrræðið auk­ist.

Mér finnst rosa­lega skemmti­legt að vera þátt­tak­andi í því að byggja upp þetta svið hér á landi,“ seg­ir Lilja, sem starfar bæði sem lög­fræðing­ur og sáttamiðlari.

Væn­legra og ódýr­ara að ná sátt­um en að fara dóm­stóla­leið

„Sátt er fé­lag fyr­ir þá sem hafa áhuga á sáttamiðlun, en fé­lagið er ekki leng­ur aðeins klúbb­ur þeirra sem hafa lært sáttamiðlun, held­ur er það opið fyr­ir alla þá sem vilja koma að því á einn eða ann­an hátt að inn­leiða og læra meira um sáttamiðlun sem svo get­ur nýst í sam­fé­lag­inu. Þetta er fé­lag fyr­ir alla sem hafa áhuga á að nota aðferðafræði sáttamiðlun­ar til að leysa deilu­mál, en það er oft væn­legri kost­ur og miklu ódýr­ara en að fara dóm­stóla­leiðina.

Sáttamiðlun má nota til dæm­is í ágrein­ings­mál­um í skól­um og á vinnu­stöðum, í um­gengn­is- og for­sjár­deil­um, fast­eigna­kaup­um, leigu­mál­um og nán­ast hverju sem er þar sem aðilar geta á annað borð samið um út­kom­una,“ seg­ir Lilja sem stofnaði einnig sitt eigið fyr­ir­tæki sem heit­ir Sátta­leiðin, en þjón­ust­an þar miðar fyrst og fremst að því að aðstoða fyr­ir­tæki við að leysa úr ágrein­ings- og deilu­mál­um á sem auðveld­ast­an hátt.

„Þar leggj­um við áherslu á fyr­ir­byggj­andi aðgerðir til þess að koma í veg fyr­ir að deil­ur stig­magn­ist.“

Sál­fræðing­ar og prest­ar

„Þegar fólk leit­ar til Sátt­ar með ágrein­ings­mál, þá bend­ir fé­lagið á fagaðila sem geta hjálpað til með sáttamiðlun. Við erum með lista yfir starf­andi sáttamiðlara á heimasíðunni okk­ar sem við bend­um fólki á, en á hon­um er fólk sem hef­ur lokið námi í sáttamiðlun og gæti komið að gagni. Þarna er fólk með mis­mun­andi hæfni og hef­ur sér­hæft sig í ólík­um mál­um, og það fer eft­ir því hvaða aðstæður eru uppi hverju sinni, til hvaða aðila er best að leita. Á þess­um lista eru meðal ann­ars sál­fræðing­ar, prest­ar og lög­fræðing­ar,“ seg­ir Lilja og bæt­ir við að sáttamiðlari sé ekki lög­verndað starfs­heiti og því geti verið fleiri sáttamiðlar­ar starf­andi sem ekki eru í fé­lag­inu Sátt.

„En auðvitað hvetj­um við alla sem starfa á þess­um vett­vangi til að vera í fé­lag­inu.“

Ná­granna­deil­ur al­geng­ast­ar

Lilja seg­ir að frá því hún tók við sem formaður Sátt­ar fyr­ir einu ári séu al­geng­ustu mál­in sem þau fái fyr­ir­spurn­ir um snú­ast um ná­granna­deil­ur.

„Fólk veit oft ekki hvernig það get­ur leyst slík mál af því þau eru ekki endi­lega þess eðlis að vera dóms­mál en þau geta valdið miklu angri í dag­legu lífi fólks. Fjöl­skyldu­mál­in eru líka al­geng, skilnaðar­mál, um­gengn­is­mál og for­sjár­deilu­mál. Svo er líka hægt að nota sátta­leiðina í viðskipta­deil­um eða vegna erfiðra sam­skipta á vinnu­stöðum sem og í mörg­um öðrum mála­flokk­um.“ Lilja tek­ur fram að á síðustu árum hef­ur sú nýj­ung verið tek­in upp í barna­lög­um að sýslumaður sinni sáttameðferð í um­gengn­is- og for­sjár­mál­um og hjálpi for­eldr­um barna að kom­ast að sam­komu­lagi um um­gengni í kjöl­far skilnaðar.

„En fólk þarf ekki endi­lega að fara til sýslu­manns með slík mál, það get­ur líka farið til sjálf­stæðs sáttamiðlara til að leita sátta. Það er val.“

Að koma í veg fyr­ir deil­ur

„Fólk get­ur líka leitað til okk­ar til þess að reyna sáttamiðlun í mál­um sem ekki er hægt að fara með fyr­ir dóm­stóla, til dæm­is er ekki hægt að fara fyr­ir dóm­stóla til að fá af­sök­un­ar­beiðni, sem get­ur skipt ein­hvern aðila í ágrein­ings­máli miklu, og get­ur verið stór þátt­ur í sátt­inni. Sáttamiðlun snýst oft um að leysa und­ir­liggj­andi sam­skipta­vanda, á meðan dóms­mál snú­ast meira um pen­inga. Í starfi mínu hjá fyr­ir­tæk­inu mínu, Sátta­leiðinni, hef ég mikið verið að hjálpa fólki vegna sam­skipta­vanda á vinnu­stöðum og þá ekki síst hvernig hægt er að koma í veg fyr­ir deil­ur. Og líka hvernig má nýta aðferðarfræði sáttamiðlun­ar til að fólki líði bet­ur, til dæm­is í vinn­unni. Það eiga ekki öll mál heima í dóms­kerf­inu. Og þó að fólk fái ein­hverja niður­stöðu í dóms­kerf­inu er ekki þar með sagt að all­ir málsaðilar séu sátt­ir við þá niður­stöðu. Sig­ur­veg­ar­inn sit­ur kannski uppi með rosa­leg­an lög­fræðikostnað og er stund­um ekki bú­inn að fá fram það sem hann vildi þegar hann fór af stað. Sátta­leiðin gef­ur fólki kost á að fara þá leið að finna lausn sem hent­ar og þegar fólki tekst að semja þá eru það góð mála­lok. En það er ekki þar með sagt að það tak­ist alltaf, það er und­ir deiluaðilum komið. Báðir deiluaðilar verða að samþykkja niður­stöðuna til að það verði eitt­hvert sam­komu­lag, það er grund­völl­ur­inn að sáttamiðlun­inni. Það er ekk­ert endi­lega þannig að aðilar mæt­ist á miðri leið, að báðir gefi eft­ir, því stund­um finn­um við ein­hvern kost sem full­næg­ir hags­mun­um beggja. Þetta snýst um að finna lausn­ar­miðaða nálg­un þannig að báðir deiluaðilar geti staðið uppi sem sig­ur­veg­ar­ar í lok­in.“

Lilja seg­ir að Sátt hafi ný­lega farið af stað með nám­skeið sem eru opin öll­um þeim sem hafa áhuga á að fræðast um hvernig sáttamiðlun fari fram.”

Birt í Morgunblaðinu 4. maí – Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir, khk@mbl.is

Scroll to Top