fbpx

Fjölbreyttir notkunarmöguleikar sáttamiðlunar

Þegar ég segi fólki frá því að ég sé sáttamiðlari fæ ég oft spurninguna í kjölfarið hvort ég sé þá líka lögfræðingur. Ég er það vissulega, en sáttamiðlarar geta haft fjölbreyttan bakgrunn, og þar sem sáttamiðlun er notuð í mörgum mismunandi aðstæðum getur ólíkur bakgrunnur sáttamiðlara haft ýmsa kosti í för með sér.

Mörg deilumál fela í sér lögfræðileg álitaefni, og þá getur bakgrunnur í lögfræði vissulega gagnast sáttamiðlaranum. Hins vegar er það fyrst og fremst hlutverk sáttamiðlara að leiða fólk að eigin lausnum og sá sem tekur að sér sáttamiðlarahlutverkið er því ekki á sama tíma ráðgjafi aðila eða lögfræðingur þeirra.

Sáttamiðlun er fjölbreytt og skemmtilegt starf sem gefur mikla innsýn í mannleg samskipti og lausnamiðaða hugsun. Það ætti því ekki að koma á óvart að bakgrunnur sé eins fjölbreyttur og raun ber vitni, en þessi mynd var sett saman úr starfsheitum fyrrum nemenda minna í Sáttamiðlaraskólanum, sem er að hefja göngu sína aftur innan skamms.

Það eru algjör forréttindi að fá tækifæri til að miðla ástríðu sinni í formi kennslu og við Dagný erum fullar tilhlökkunar að taka á móti tveimur fjölbreyttum hópum á næsta námskeiði 🙂

Í gær, 7. september, mætti ég einnig í Síðdegisútvarpið á Rás 2 þar sem ég sagði frá því hvernig nýta má sáttamiðlun í fjölbreyttum aðstæðum. Hægt er að hlusta á það hér.

Scroll to Top