fbpx

Verkfæri sáttamiðlunar!

Sáttaleiðin heldur í annað sinn BEZTA námskeið hjá Dokkunni:

Verkfæri sáttamiðlunnar! 
Forvarnir og lausn ágreinings á vinnustað

Námskeiðið var haldið haustið 2016 við góðar undirtektir. 
Hvenær: 17. mars 2017 kl. 9.00 – 12.00 Skráning er hafin!

Af hverju þetta námskeið?
Allir þurfa á einhverjum tímapunkti að takast á við ágreining og deilur í starfi sínu. Deilur á vinnustað geta verið gífurlega kostnaðarsamar fyrir fyrirtæki og valdið miklum skaða meðal starfsfólks. Oft fær ágreiningur að stigmagnast alltof lengi vegna óvissu og stefnuleysis um hvernig best er að takast á við deilumálið. Sáttamiðlun er áhrifamikil og einföld leið til þess að leysa ágreinings- og deilumál á vinnustöðum. 

Meginmarkmið námskeiðsins
Eitt meginmarkmið námskeiðsins er að hver þátttakandi verði flínkari í að leysa ágreining með verkfærum sáttamiðlunar áður en hann verður alvarlegur ásamt því að geta nýtt sér aðferðir sáttamiðlunar á öllum stigum ágreinings.

Umsagnir um námskeiðið:

  • Mjög gott námskeið og gagnlegt, góð framsetning.
  • Leiðbeinandinn stóð sig mjög vel og kom efninu vel til skila.
  • Greinilegt að Lilja þekkir efnið mjög vel og er mjög áhugasöm um það.
  • Lilja kom efninu mjög vel frá sér.
  • Fræðandi og upplýsandi um hvernig hægt er að leysa ágreining sem getur komið upp á vinnustað.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér!

Skráðu þig núna og leggðu drög að friðsömu vori: Skráning fer fram hér!

Scroll to Top