Í kjölfar ráðstefnunnar Sáttamiðlun í viðskiptalífinu birtist viðtal við prófessor Douglas Frenkel í Viðskiptablaðinu. Þar kemur m.a. fram að “sáttamiðlun geti í raun átt við í hvaða deilu sem er, hvort sem deilan er persónuleg, s.s. ágreiningur við nágranna; forræðismál eða deilur milli fyrirtækja eða þjóða, segir Frenkel.”
Með því að leysa mál í sáttamiðlun er hægt að semja um niðurstöðu í málinu sem ekki hefði fengist fyrir dómstólum. Frenkel “segir sáttamiðlun leiða til þess í mörgum tilfellum að aðilar málsins ekki aðeins komist að niðurstöðu sem henti þeim báðum, öfugt við t.d. málsmeðferð fyrir dómstólum þar sem niðurstaðan sé oft einungis öðrum aðilanum í hag.” segir í grein Viðskiptablaðsins.
Á ráðstefnunni fjallaði Frenkel einnig um þann kost sáttamiðlunar að aðilar eru líklegri til þess aðuna vel við niðurstöðuna ef þeir hafa fengið tækifæri til þess að móta hana sjálfir og hafa tekist í hendur til að innsigla samkomulagið.