
Lilja Bjarnadóttir
Sáttamiðlari & Lögfræðingur LL.M
Lilja er afkastamikil, nákvæm og ákveðin ung kona sem stofnaði Sáttaleiðina þegar hún var aðeins 28 ára gömul. Hér fyrir neðan má sjá tímalínu starfsferils hennar og menntunar en áhugamál Lilju eru meðal annars söngur, góðar bækur og piparkökubakstur, en hún hefur tvisvar tekið þátt í piparkökuhúsaleik Kötlu og í bæði skiptin lent í verðlaunasæti í fullorðinsflokki.
Starfsferill
Ég hafði samband við Sáttaleiðina, þar sem ég vildi fá yfirferð á samningum hjá mínu fyrirtæki. Ávinningurinn var að nú hef ég heildstæða og skýra samninga, með eðlilegum viðmiðum fyrir alla málsaðila. Lilja var fagleg og tók verkefnin föstum tökum, en á sama tíma létt og skilningsrík og veitti persónulega þjónustu, þar sem virkilega var reynt að koma til móts við allar þarfir og greiða úr flækjum. Það kom líka skemmtilega á óvart hve vel Lilja fylgdi málinu eftir, alveg mörgum mánuðum seinna! Ég mæli hiklaust með Sáttaleiðinni fyrir þá sem vilja endurskoða samninga hjá sér.

Sáttamiðlun á mikið erindi inn á vinnustaði og gott að geta nýtt verkfæri sáttamiðlunar þegar kemur að starfsmannamálum. Eftir að hafa setið fyrirlestur um sáttamiðlun á vinnustöðum hjá Lilju hef ég tvisvar nýtt mér aðferðafræðina við að leysa deilumál á mínum vinnustað með góðum árangri.

Ég sótti námskeið í sáttamiðlun hjá Sáttaleiðinni sem var mjög fróðlegt og gott. Námskeiðið veitti mér nýja sýn á lausnir ágreiningsmála minna skjólstæðinga, sem eru félagsmenn nokkurra stéttarfélaga innan BHM. Við löguðum verklag okkar í ágreiningsmálum þannig að nú er ávallt kannaður möguleikinn á því að fá óháðan sáttamiðlara til að aðstoða við að leysa úr ágreiningi.

Previous
Next