fbpx

Lilja Bjarnadóttir

Sáttamiðlari & Lögfræðingur LL.M

Lilja er afkastamikil, nákvæm og ákveðin ung kona sem stofnaði Sáttaleiðina þegar hún var aðeins 28 ára gömul. Hér fyrir neðan má sjá tímalínu starfsferils hennar og menntunar en áhugamál Lilju eru meðal annars söngur, góðar bækur og piparkökubakstur, en hún hefur tvisvar tekið þátt í piparkökuhúsaleik Kötlu og í bæði skiptin lent í verðlaunasæti í fullorðinsflokki.

Starfsferill

 • Sáttaleiðin ehf.
   
 • Sáttamiðlaraskólinn

  Stofnandi Sáttamiðlaraskólans ásamt Dagnýju Rut Haraldsdóttur og hef kennt þar sáttamiðlun frá árinu 2019.

 • Endurmenntun Háskóla Íslands

  Kenni samningatækni í löggildingarnámi Fasteigna- og skipasala hjá Endurmenntun Háskóla Íslands frá haustönn 2017.

 • Háskólinn í Reykjavík

  Stundakennari við lagadeild HR. Kenni Dispute Resolution sem valfag í meistaranámi lagadeildar.

 • Háskólinn á Bifröst

  Kenni sáttamiðlun sem hluta af Diplómanámi í samningatækni og sáttamiðlun við Háskólann á Bifröst, frá árinu 2017.

 • Formaður Sáttar, félags um sáttamiðlun á Íslandi

  Tók við sem formaður Sáttar í apríl 2016.

 • Háskóli Íslands

  Aðstoðarkennari í sáttamiðlun í meistaranámi viðskiptafræðideildar HÍ, vorönn 2016.

 • Sáttamiðlari

  Sáttamiðlun í einkamálum, námskeið 23.-25. mars 2015, Kansas City, MO.
  Lauk viðurkenndri þjálfun til að starfa sem sáttamiðlari í Missouri-fylki (Missouri Supreme Court Rule 17, Mediation Training for Civil Cases).

 • University of Missouri - School of Law

  LL.M. in Dispute Resolution, 2014-2015
  Um er að ræða meistaragráðu í lögfræði sem byggir upp sérhæfingu í lausn deilumála. Lagadeildin við University of Missouri var sú fyrsta í Bandaríkjunum til þess að bjóða upp á gráðu á þessu sérsviði og er ein sú virtasta í heiminum í dag á sviði Dispute Resolution.

 • Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf.

  Gæðastjóri, 2013-2014
  Yfirumsjón með innleiðingu gæðakerfis til ISO 9001:2008 vottunar.

 • Slitastjórn Askar Capital hf.

  Lögmaður, 2013
  Starfaði hjá Forum lögmönnum við störf fyrir slitastjórn Askar Capital hf.

 • LEX lögmannsstofa ehf.

  Fulltrúi, 2011-2012
  Helstu verkefni á samkeppnisréttarsviði, banka- og fjármálasviði.

 • Lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík

  Meistaranám í lögfræði, 2009-2011
  ML-gráða í lögfræði. Lokaritgerð á sviði samkeppnisréttar: “Skilyrði í samrunamálum og önnur úrræði til verndar virkri samkeppni.”

 • Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot

  Tók þátt í Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot fyrir hönd Háskólans í Reykjavík skólaárið 2009-2010. Willem C. Vis málflutningskeppnin er alþjóðleg málflutningskeppni á sviði gerðardómsréttar og alþjóðlegra lausafjárkaupa.

 • Vörður tryggingar hf.

  Aðstoðarmaður lögfræðings á tjónasviði, sumar 2009
  Aðstoð við lögfræðileg álitaefni og almenn afgreiðsla á tjónasviði.

 • Lauk grunnnámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík

  BA-gráða í lögfræði, 2006-2009

 • Varaformaður Lögréttu

  Varaformaður Lögréttu, félag laganema í Háskólanum í Reykjavík skólaárið 2008-2009

 • Trúnaðarmaður laganema

  Trúnaðarmaður 1. og 2. árs laganema Háskólans í Reykjavík frá 2006-2008.

 • Verzlunarskóli Íslands

  Útskrifaðist með stúdentspróf af hagfræðibraut árið 2006 með 9,3 í lokaeinkunn.

Scroll to Top