Fyrirlestrar og námskeið
Sáttaleiðin býður upp á fræðslu í formi námskeiða og vinnustofa fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. Við sérhæfum okkur í fræðslu á sviði samskipta, samningatækni, sáttamiðlunar og forvarnir og lausnir í ágreiningsmálum.
Bætt samskipti
Góð samskipti við viðskiptavini og milli starfsmanna eru lykilþættir í velgengni fyrirtækja og Sáttaleiðin hefur boðið upp á bæði námskeið um jákvæð samskipti og lausnamiðuð samskipti. Einnig er hægt að fara með hópinn í gegnum vinnustofu þar sem farið er í stefnumótun í samskiptum.
Samningatækni
Samningatækni er eitthvað sem flestir vilja verða betri í. Lausnamiðuð samningatækni miðar að því að finna lausnir þar sem allir geta staðið uppi sem sigurvegarar.
Forvarnir og lausnir í ágreiningsmálum
Forvarnir í ágreiningsmálum felast meðal annars í því að þekkja einkenni ágreinings og geta gripið inn í þegar upp koma ágreiningsmál. Boðið er upp á þjálfun í átakastjórnun, bættri endurgjöf og erfiðum starfsmannasamtölum.
Sáttamiðlun
Boðið er upp á námskeið fyrir þá sem vilja kynna sér sáttamiðlun og vinnustofur fyrir stjórnendur og aðra sem vilja auka færni sína í notkun sáttamiðlunar til þess að leysa ágreinings- og deilumál.
Sáttamiðlaraskólinn
Sáttamiðlaraskólinn er nám í sáttamiðun fyrir þá sem vilja starfa sem sáttamiðlari eða nýta sáttamiðlun í starfi sínu. Námið er frábær leið til þess að auka við færni sína við úrlausn deilumála. Námið er kennt bæði með rafrænum fyrirlestrum og verklegum æfingum og hentar því einstaklega vel með vinnu eða öðrum verkefnum. Allar frekari upplýsingar má finna á www.sattamidlaraskolinn.is
Þar sem engir tveir hópar eru eins þá leggjum við áherslu á að sérsníða efnið til fræðslunnar að þörfum hverju sinni.
Ráðgjöf við lausn
deilumála
Sáttaleiðin býður einnig upp á ráðgjöf fyrir þá sem vilja auka færni sína á sviði sáttamiðlunar og ágreiningsstjórnunar, hvort sem það felst í því að taka á einstökum málum eða bæta samskiptafærni sína til þess að koma í veg fyrir ágreiningsmál.