fbpx

Lilja

Outstanding Women in Law 2015 viðurkenning

Stofnun Sáttaleiðarinnar á Íslandi hefur vakið athygli erlendis og hlaut Lilja Bjarnadóttir á dögunum viðurkenninguna Outstanding Women in Law 2015, ekki síst fyrir að stofna fyrsta íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í sáttamiðlun fyrir viðskiptalífið. Tímaritið Acquisitional International birti í tilefni af þessu eftirfarandi viðtal við Lilju í veftímariti sínu núna í nóvember. “Lilja Bjarnadottir …

Outstanding Women in Law 2015 viðurkenning Lesa meira »

Hvað veldur deilum og hvernig leysum við þær?

Lilja Bjarnadóttir, stofnandi Sáttaleiðarinnar var gestur í þættinum Fólk með Sirrý í gær og var umræðuefnið m.a. af hverju við deilum og hvernig megi sætta fólk eða fyrirtæki. Hægt er að sjá upptöku af þættinum með því að smella hér. Oft þegar við lendum í deilum eða ágreiningi er ástæðan sú að við höfum dregið …

Hvað veldur deilum og hvernig leysum við þær? Lesa meira »

Sáttamiðlun í viðskiptalífinu – Afmælisráðstefna Sáttar

Hvernig getur sáttamiðlun nýst þínu fyrirtæki? 10 ára afmælisráðstefna Sáttar, félags sáttamanna, verður haldin í samstarfi við Arion banka föstudaginn 13. nóvember kl. 15:00-16:30 í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19. Dagskrá Hvað er sáttmiðlun? Inngangur og ávarp formanns Sáttar Elmar Hallgríms Hallgrímsson, formaður Sáttar Business Mediation: Lessons from the United States Prof. Douglas Frenkel, University …

Sáttamiðlun í viðskiptalífinu – Afmælisráðstefna Sáttar Lesa meira »

Apple og Samsung samþykkja að fara í sáttamiðlun

Apple og Samsung gáfu út sameiginlega tilkynningu (ADR statement) síðastliðinn mánudag, 28. september 2015, þar sem fram kom að fyrirtækin hafi samþykkt að taka þátt í sáttamiðlun til þess að hjálpa til við að binda endi á langvarandi einkaleyfa deilu þeirra. Árið 2012 var Samsung sektað um 930 milljónir dollara fyrir brot á einkaleyfum Apple. …

Apple og Samsung samþykkja að fara í sáttamiðlun Lesa meira »

Dokkufundur: Sáttamiðlun á vinnustöðum

Í dag, 15. september 2015, var haldinn fyrirlestur hjá Dokkunni um Sáttamiðlun á vinnustöðum. Fyrirlesari var Elmar Hallgríms Hallgrímsson, formaður Sáttar og lektor við Háskóla Íslands. Mjög góð mæting var á fyrirlesturinn, eða um 30 manns. Var þar fjallað um hvenær og hvernig fyrirtæki og mannauðsstjórar geta nýtt sér hugmyndafræði sáttamiðlunar til þess að leysa …

Dokkufundur: Sáttamiðlun á vinnustöðum Lesa meira »

Samstarf við Úthópíu

Sáttaleiðin hefur hafið samstarf við Úthópíu, sem býður upp á alvöru hópefli og fjöreflisstundir. Sérþekking Úthópíu felst í hópþróun, liðsheildarvinnu, alvöru hópefli og hressum uppbrotum á starfsdögum. Saman munu Sáttaleiðin og Úthópía bjóða upp á hópefli og fræðslu um sáttamiðlun með það að markmið að auka ánægju fólks af samveru hvers annars og stuðla að …

Samstarf við Úthópíu Lesa meira »

Stofnun Sáttaleiðarinnar

Vorið 2015 útskrifaðist ég með meistaragráðu (LL.M.) í lausn deilumála (e. dispute resolution) frá University of Missouri í Bandaríkjunum. Samningatækni hefur lengi verið mér hugleikin og var það kveikjan að framhaldsnámi á þessu sviði en námið opnaði einnig nýjar leiðir og þegar út var komið kolféll ég fyrir sáttamiðlun (e. mediation). Sáttamiðlun byggir að miklu …

Stofnun Sáttaleiðarinnar Lesa meira »

Scroll to Top